Hafi notandi skráð að hann vilji greiða í stéttarfélag undir stillingarsíðum sér Payday um að búa til og senda inn skilagrein fyrir það. Hægt er að velja hvenær skilagreinar eru sendar undir Stillingar við gerð launakeyrslu.
Hægt er að skoða þessar skilagreinar undir yfirlitssíðum.
Ekki tókst að senda inn skilagreinar til stéttarfélags:
Ef að notandi hefur fengið tölvupóst um að ekki hafi tekist að senda inn skilagreinar til stéttarfélaga er vandamálið líklegast það að notendanafn og/eða veflykill að launagreiðendavef viðkomandi stéttarfélags er vitlaust skráð í Payday. Þessu er hægt að breyta undir Stillingar > Starfsmenn > Lífeyrissjóðir og stéttarfélög.