Tímabil á VSK skilum ákvarðast út frá því hvað notandi valdi þegar hann sótti um VSK lykil hjá Skattinum.

Undir Yfirlit > Virðisaukaskattur er að finna skil á virðisaukaskatti. Þar birtist listi yfir þær VSK skýrslur sem hefur verið skilað með möguleika á að skoða núverandi tímabil. 

Hægt er að velja tímabil á VSK skýrslu sem að notandi vill skoða. Það sem kemur fram á þessu yfirliti er listi yfir þá reikninga og upphæðir sem koma inn á núverandi VSK tímabil. Einnig er birtur listi yfir innskatt sem eru þeir reikningar og kostnaðarliðir sem eiga að koma til móts til lækkunar á VSK greiðslu.

Ef valið er að Payday skili sjálfvirkt inn VSK skýrslum undir Stilingar > Fyrirtæki > VSK, þá skilar kerfið inn skýrslunni á eindaga eða 5. þess mánaðar sem á að skila.

Hægt er að senda VSK skýrslu fyrr með því að smella á "Senda núna".


Frekari upplýsingar um vsk skil er að finna inni á vef Skattsins:
https://www.rsk.is/atvinnurekstur/rafraen-skil/virdisaukaskattur/