Til þess að loka aðgangi alfarið þá þarf að fara í Stillingar > Áskrift > Ný áskrift. 


Þar þarf að smella á loka áskrift



Þá mun koma upp glugginn “Viltu fara í fríu áskriftina” þar smellir þú á “Nei takk”




Síðan kemur annar gluggi upp. Þar þarf að smella á “Loka aðgangi” til þess að halda áfram. Ef smellt er á “Hætta við” þá ferð þú á áskriftar síðuna aftur.




Þegar búið er að smella á “Loka aðgangi” þá færð þú upp þennan glugga.

Það getur tekið langan tíma að taka gögnin saman. En þegar það er komið þá færð þú tölvupóst frá okkur.



Í tölvupóstinum sem þú færð þarf að smella á “Sækja gögn”. Þá opnast glugginn til þess að loka aðgangnum. 



Hér þarf að:


1. Smella á “Sækja skjal”. Hægt er að sjá neðst niðri á síðunni hér hvað fylgir með skjalinu.

2. Það þarf að haka við í “Ég staðfesti að hafa sótt gögnin og farið yfir þau.”

3. Staðfesta lokun aðgangs með því að skrifa inn það sem er inni í gæsalöppum (Verður að vera alveg eins).Eins og má sjá dæmi myndinni hér þá þarf að slá inn “Hjálp ehf.”



Ef það var fylgt öllum skrefunum hér að ofan þá getur þú smellt á “Staðfesta lokun aðgangs”.



Hér má sjá hvað skjalið inniheldur:


  • Sala
    • Reikningar
      • Excel skjal með lista yfir reikninga (sem eru ekki í drögum)
      • PDF fyrir alla reikninga
      • Öll viðhengi
    • Sölupantanir
      • Excel skjal með lista yfir sölupantanir (sem eru ekki í drögum)
      • PDF fyrir allar sölupantanir
      • Öll viðhengi
    • Tilboð
      • Excel skjal með lista yfir tilboð (sem eru ekki í drögum)
      • PDF fyrir öll tilboð
      • Öll viðhengi
    • Áskriftarreikningar
      • Excel skjal með lista yfir áskriftarreikninga
    • Vörur
      • Excel skjal með lista yfir allar vörur.
    • Viðskiptavinir
      • Excel skjal með lista yfir viðskiptavini
  • Útgjöld
    • Excel skjal með lista yfir útgjöld (sem eru ekki í drögum)
    • Öll viðhengi
  • Laun
    • Excel skjal með launalista per ár
  • Bókhald
    • Excel skjal með lista yfir bókhaldslykla
    • Excel skjal með hreyfingalista
  • Bókhald
    •     Excel skjal með lista yfir bókhaldslykla
    •     Excel skjal með hreyfingalista
    •     Excel skjal með lista yfir lánardrottna
    •     Öll viðhengi fyrir allar færslur