Um Noona samþættinguna

Samþætting við Noona felst í því að stilla upp Payday appi í Noona.

Helstu eiginleikar samþættingarinnar:

  • Reikningar, kreditreikningar og endurgreiðslur úr Noona skrást beint í færslubók í Payday. Athugið að endurgreiðslur þar sem aðeins hluti upphæðarinnar er endurgreidd koma ekki yfir í Payday.

Forkröfur þess að tengja Noona við Payday

  • Viðskiptavinur þarf að vera skráður í Allur pakkinn.

Setja upp samþættingu við Noona

  1. Opnaðu Noona: https://hq.noona.app

  2. Smelltu á fellilistann uppi í hægra horninu.

  3. Smelltu á Stillingar (Settings).

  4. Undir Aðgangur (Account), veldu Apps.

  5. Finndu Payday appið og smelltu á Tengja (Install).

  6. Veittu Payday aðgang með því að smella á Samþykkja (Approve) takkann.

  7. Nýr gluggi með Payday ætti að opnast og þú skráir þig inn. Ef þú ert þegar skráð(ur) inn í Payday þá er þessu skrefi sleppt sjálfkrafa.
  8. Því næst birtist gluggi þar sem þú getur stillt Noona samþættinguna. Tengja þarf alla greiðslumáta í Noona við þá bókhaldslykla sem bóka á greiðslurnar á í Payday. Þú getur alltaf fundið þessar stillingar undir Stillingar > FyrirtækiSamþættingar í Payday. Þar ættir þú finna Noona í listanum.


Hvernig fjarlægi ég tenginguna við Noona?

Þú fjarlægir tenginguna við Noona með því að fara undir Stillingar > Aðgangur > Apps og smella á ruslatunnuna við Payday appið. Ef það er engin ruslatunna og það stendur Tengja (Install) þá er appið ekki lengur tengt.