Í lok árs þegar álagning kemur frá skattinum og hagnaður er á félaginu þá þarf að greiða tekjuskatt af hagnaði.

Þetta er bókað í dagbók.


Bóka skuld:

Ef bóka á skuldina á tekjuskatti en ekki greiðslu er bókað í debet á tekjuskattur og kredit á ógreiddir skattar.

Þegar greiðslan er svo bókuð er bókað debet á ógreiddir skattar og kredit á banka.


Bóka greiðslu á tekjuskatti beint:

Ef skuldin var aldrei bókuð er greiðslan bókuð beint. Þá er bókað debet á tekjuskattur og kredit á banka.