Þegar kaup á bifreið er bókuð er það gert í gegnum dabók.


Bóka kaup á bíl með VSK:

Bókað er á Bifreiðar (3122) í Debet og VSK prósenta valinn.

Á móti er bókað sá greiðslumáti sem greitt var með. Ef staðgreitt var af banka er bankareikningur valinn á móti (yfirleitt lykill 3200)


Lán með vsk:

Þegar bíll er keyptur og það er tekið lán er það bókað með þessum hætti:

Bókað er á bifreiðar sú upphæð sem bíllinn kostaði í debet og VSK prósenta valinn.

Smellt er á plúsinn til að búa til nýja línu. 

Upphæðin sem var tekin á láni er sett í kredit á "Skuldir við lánastofnanir" (4100)

Búin er til önnur lína og það sem var staðgreitt bókað í kredit á bankareikning (yfirleitt lykill 3200)

Án VSK:

Þegar bókað er kaup á bíl án VSK er það gert með sama hætti og með vsk nema að það er valið "á ekki við" í VSK.

Lán án vsk:

Þegar bókað er kaup á bíl án vsk og tekið lán er það gert með þesum hætt:

Bókað er á bifreiðar sú upphæð sem bíllinn kostaði í debet og ekkert valið í VSK

Smellt er á plúsinn til að búa til nýja línu. 

Upphæðin sem var tekin á láni er sett í kredit á "Skuldir við lánastofnanir" (4100)

Búin er til önnur lína og það sem var staðgreitt bókað í kredit á bankareikning (yfirleitt lykill 3200)