Um Booking Factory samþættinguna
Samþætting við Booking Factory felst í því að setja upp API tengingu milli Booking Factory og Payday.
Helstu eiginleikar viðbótarinnar:
- Viðskiptavinir eru stofnaðir
- Pantanir úr Booking Factory færast beint inn í Payday sem reikningar
- Þegar pantanir eru merktar "Í reikning" í Booking Factory þá eru reikningar stofnaðir í "Drög" í Payday sem hægt er svo að vinna áfram með
- Kerfin samstillast einu sinni á dag
Forkröfur til þess tengjast Payday með Booking Factory
- Viðskiptavinur þarf að vera skráður í Allur pakkinn áskriftarleiðina í Payday
- Viðskiptavinur þarf að vera með skráðan aðgang hjá Booking Factory
Setja upp samþættingu við Booking Factory
1. Farðu í Stillingar > Fyrirtæki > Samþættingar í Payday og smelltu á Bæta við
2. Veldu Booking Factory undir Tegund tengingar.
Undir Stillingar setur þú inn Public Key, Secret Key, HotelID, frá hvaða dagsetningu þú vilt byrja að lesa inn færslur (dagsetningin í dag er sett sjálfkrafa) og hvort þú vilt að reikningar séu sendir í tölvupósti á viðskiptavini. Því næst smellir þú á "Tengjast".
Til að nálgast Public Key, Secret Key og HotelID þarf að fara undir Settings > Connectivity Settings > Developers Keys í Booking Factory og skrá nýjan lykil, haka við öll "checkbox", smella á "Save" og svo "Show" til að sýna lyklana. HotelID kemur svo fram efst á þessari síðu, aftast í slóðinni "Endpoint".
3. Tengja saman greiðslumáta og bókhaldslykla í Payday.
Í glugganum birtast þeir greiðslumátar sem eru í boði í Booking Factory og þú þarft að para saman greiðslumátana við viðeigandi bókhaldlykla í Payday.
Að lokum þarftu að smella á Staðfesta svo að breytingarnar vistast.
Til hamingju! Núna ertu búinn að setja upp nýja samþættingu við Booking Factory.
Stofna bókhaldslykil í Payday
Ef greiðslumátinn þinn í Booking Factory þarf á sér bókhaldslykli að halda þá þarftu að stofna nýjan bókhaldslykil inni í Payday.
Ráðlegt er að hafa einn bókhaldslykil fyrir hvern greiðslumáta.
Tökum dæmi:
Í Booking Factory býð ég viðskiptavinum mínum að greiða með greiðslukorti (Reya). Farðu undir Bókhald > Bókhaldslyklar og smelltu á Nýr lykill.
Til þess að stofna bókhaldlykil inni í Payday sem mun birtast undir Stillingar > Fyrirtæki > Samþættingar þarftu að haka við Tekur á móti greiðslum.
Smelltu að lokum á Vista.
Ef þig vantar frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur á hjalp@payday.is