Ef krafa hefur verið stofnuð á bak við reikninginn þá getur þú með auðveldum hætti gefið viðskiptavini greiðslufrest með því að framlengja eindaga. Þetta gerir þú með því að fara inn í reikninginn í Payday og velja "Veita greiðslufrest" undir Aðgerðir flipanum. Þar getur þú valið dagsetningu og sömuleiðis hvort þú vilt fella niður dráttarvexti ef krafa var farin að safna þeim. Athugaðu að ef þú velur að fella niður dráttarvexti þá mun krafa ekki safna dráttarvöxtum þó svo krafan falli á eindaga eftir þessa aðgerð.