Stillingar
Hægt er að velja með hvaða hætti á að meðhöndla orlof hjá hverjum og einum starfsmanni undir Stillingar -> Starfsmenn -> Orlof.
Hér er valið hvort starfsmaðurinn safni upp upphæð/tímum/dögum, hvort hann fái orlofið greitt beint út eða það lagt inn á banka. Hér er einnig hægt að setja inn meðalfjölda vinnustunda í mánuði en það er eingöngu notað til að reikna út taxtann fyrir nýtingu á orlofi.
Einnig má hér skoða stöðu orlofs ásamt öllum hreyfingum sem mynda stöðuna.
Til að setja inn upphafsstöður eða leiðrétta núverandi stöðu er valið Stillingar -> Starfsmenn -> Orlof -> Setja inn leiðréttingu
Við launakeyrslu reiknar kerfið uppsafnað orlofsstöðu miðað við þær stillingar sem búið er að setja upp.
Ef söfnunin er gerð sem dagar er mikilvægt að fylla inn í reitinn í stillingum "Meðal fjöldi vinnustunda í mánuði" til að hafa forsendur réttar.
Orlof tekið út
Þegar uppsafnað orlof er nýtt þ.e. greitt er mjög mikilvægt að réttir launaliðir séu valdir svo orlofsskuldbindingin lækki.
Velja skal viðeigandi launalið í launakeyrslu m.v. hvernig uppsetning á orlofi er hjá starfsmanni.
Þegar launakeyrslan er keyrð þá lækkar uppsafnað orlof hjá starfsmanni sjálfkrafa.