Ef að einungis hluti starfsmann eiga að fá laun í launakeyrslu er það gert með þessum hætti.

Hægt er að eyða út öllum launaliðum þannig að það standi autt á þá starfsmenn sem ekki eiga að fá laun í þessari launakeyrslu.

Einnig er hægt að gera starfsmenn óvirka þannig að þeir komi ekki fram í launakeyrslunni.

Það er gert með því að velja viðkomandi starfsmann undir Stillingar > Starfsmenn og taka hakið úr "Virkur" valmöguleikanum.