Hægt er að lesa inn lista af tímaskráningum úr Excel við gerð launakeyrslu undir Laun > Ný launakeyrsla > Aðgerðir > Hlaða upp tímaskrá. Til að lesa inn Excel skjal þarf skjalið að vera á ákveðnu formi.

Formið er hægt að nálgast hér 

Mikilvægt er að þetta form sé notað og ekki séu gerðar neinar breytingar á því.

Dálkar:

Kennitala: Kennitala starfsmanns

Nafn: Nafn starfsmanns

Dagvinna: Dagvinnutímar

Yfirvinna: Yfirvinnutímar

Eftirvinna: Eftirvinnutímar

Bæta við fleiri dálkum:

Hægt er að bæta við endalaust af dálkum inn í excel skjalið en mikilvægt er að þeir beri sama nafn í skjalinu og launaliðurinn í Payday.