Þegar útgjöld eru skráð í Payday er mikilvægt að setja þau á réttan flokk/bókhaldslykil.

Hér að neðan má sjá lista yfir lykla og útskýringar. Neðst er svo Excel skjal sem gefur hugmynd um í hvaða flokk/bókhaldslykil útgjöld fara á.

Á hvaða flokk/bókhaldslykil fer t.d. kostnaður við stofnun fyrirtækis? Það færi á "Ýmis annar kostnaður" lykill (2440).

Á hvaða flokk/bókhaldslykil fer kostnaður fyrir áskrift að Payday? Það færi á "Ýmis skrifstofukostnaður" lykill (2360)

Á hvaða flokk/bókhaldslykil fer kostnaður fyrir síma og interneti? Það færi á "ýmis skrifstofukostnaður" lykill (2360)


Kostnaðarverð seldra vara/þjónustu:

Vörukaup innanlands, Kóði í Payday (2100), RSK lykill (2120/2115/2100), Hér skal færa innlend vörukaup til endursölu (heildsölu/smá - sölu).

Vörukaup erlend, Kóði í Payday (2110), RSK lykill (2130/2145/2130), Hér skal færa erlend vörukaup til endursölu.

Hráefniskaup innanlands, Kóði í Payday (2120) RSK lykill (2030/2025/2010), Í þessa reiti skal færa innkaupsverð hráefna sem keypt eru innanlands, þ.m.t. aðkeyptar hálfunnar vörur til vinnslu, byggingarefni

Hráefniskaup erlend, Kóði í Payday (2130), RSK lykill (2060/2055/2040), Í þessa reiti skal færa innkaupsverð hráefna sem keypt eru erlendis, þ.m.t. aðkeyptar hálfunnar vörur til vinnslu, byggingarefni

Aðkeypt innlend vinna og þjónusta til endursölu, Kóði í Payday (2450), RSK lykill (2170/2165/2160), Í þessa reiti skal færa kostnað vegna aðkeyptrar innlendrar vinnu og þjónustu (undir)verktaka, til endursölu

Aðkeypt erlend vinna og þjónusta til endursölu, Kóði í Payday (2460), RSK lykill (2173/2172/2171), Í þessa reiti skal færa kostnað vegna aðkeyptrar erlend vinnu og þjónustu (undir)verktaka, til endursölu

Laun og launatengd gjöld:

Annar starfsmannakostnaður, Kóði í Payday (2260), RSK lykill (2470/2465/2450), Annar starfsmanna en laun og launatengd gjöld. Dæmi fæði, fatnaður, námskeið starfsmannaskemntanir oþh 


Annar rekstrarkostnaður:

Rekstrarvörur og annar framleiðslukostnaður, Kóði í Payday (2300), RSK lykill (2090/2085/2070), kostnað hjá fyrirtækjum við framleiðslu á vörum fyrirtækisins, annan en hráefniskostnað og laun.   Dæmi ýmiskonar rekstrarvörur

Rekstrarkostnaður húsnæðis, Kóði í Payday (2310), RSK lykill (2240/2235/2220), Hér getur t.d. verið um að ræða kostnað vegna þrifa, öryggisgæslu, trygginga, vatns, rafmagns, hita o.s.frv. Hér skal einnig færa skatta sem eru lagðir á fasteignir

Húsaleiga/aðstöðuleiga, Kóði í Payday (2320), RSK lykill (2190/2180), Í þessa reiti skal færa leigu á hvers konar fasteignum. Hér á meðal er leiga fyrir skrifstofuhúsnæði, verslunarhúsnæði, iðn - aðarhúsnæði, lagerhúsnæði o.s.frv. Einnig færist hér leiga fyrir ýmiss konar aðstöðu, s.s. leiga

Gjaldfærð smááhöld og búnaður, Kóði í Payday (2330), RSK lykill (2420/2410), Hér eru færðar lægri fjárhðir vegna Ýmis smááhöld og búnaður svo sem tölvubúnaður skrifstofubúnaður oþh.

Viðhald og viðgerðir, Kóði í Payday (2340), RSK lykill (2440/2430), Í þessa reiti skal færa allan viðhaldskostnað húsnæðis og lóðar

Ýmis aðkeypt þjónusta, innanlands, Kóði í Payday (2350), RSK lykill (2350/2345/2340), Í þessa reiti skal færa aðkeypta vinnu verktaka, sem ekki er til endursölu og sem ekki skal færa í aðra reiti. Hér getur t.d. verið um að ræða aðkeypta bókhaldsþjónustu, tölvuvinnslu, endurskoðun, innheimtu- og lögfræðiþjónustu og söluþjónustu (sölulaun). Hér færist keypt þjónusta innanlands.

Ýmis aðkeypt þjónusta, erlend, Kóði í Payday (2351), RSK lykill (2353/2352/2351), Í þessa reiti skal færa aðkeypta vinnu verktaka, sem ekki er til endursölu og sem ekki skal færa í aðra reiti. Hér getur t.d. verið um að ræða aðkeypta bókhaldsþjónustu, tölvuvinnslu, endurskoðun, innheimtu- og lögfræðiþjónustu og söluþjónustu (sölulaun). Hér færist keypt þjónusta erlendis frá.

Ýmis skrifstofukostnaður, t.d. ritföng, pappír og prentun, Kóði í Payday (2360), RSK lykill (2380/2375/2360), Í þessa reiti skal færa allan skrifstofu- og stjórnunarkostnað, sem ekki fellur undir aðra reiti. Hér undir geta til dæmis fallið eftirtaldir kostnaðarliðir: • Pappír, prentun og ritföng. • Tölvukostnaður, annar en aðkeypt tölvuþjónusta sem færist í reit 2340/2345/2350. • Tryggingar sem ekki eru taldar annars staðar, s.s. rekstrarstöðvunartrygging, ábyrgðir o.s.frv. • Símakostnaður. • Frímerki og póstburðargjöld. • Bækur, blöð og tímarit. • Kostnaður vegna stjórnarfunda eða aðalfunda. • Félagsgjöld og kostnaður vegna ýmissa samtaka.

Lausafjárleiga, fjármögnunarleiga o.fl., innanlands, Kóði í Payday (2370), RSK lykill (2400/2390), Í þessa reiti skal færa allar leigugreiðslur fyrir hvers konar eignir og eignaréttindi tengd rekstri, aðrar en leigu fyrir fasteignir sem færist í reiti 2180 eða 2190. Hér færist því leiga hvers konar lausafjár, s.s. vélaleiga, tækjaleiga o.s.frv. Hér færist kostnaður vegna leigu innanlands

Lausafjárleiga, fjármögnunarleiga o.fl., erlend, Kóði í Payday (2371), RSK lykill (2403/2401), Í þessa reiti skal færa allar leigugreiðslur fyrir hvers konar eignir og eignaréttindi tengd rekstri, aðrar en leigu fyrir fasteignir sem færist í reiti 2180 eða 2190. Hér færist því leiga hvers konar lausafjár, s.s. vélaleiga, tækjaleiga o.s.frv. Hér færist kostnaður vegna leigu erlendis

Sölukostnaður, auglýsingar o.fl., Kóði í Payday (2380), RSK lykill (2260/2255/2250), Í þessa reiti skal færa kostnað við sölu á vörum fyrirtækisins. Hér getur verið um að ræða t.d. auglýsingar, vörusýnishorn, smávarning í auglýsingaskyni (penna, öskubakka o.s.frv.), útstillingar, vörusýningar, kostun og verðlista

Risna og gjafir til viðskiptamanna, styrkir o.s.frv., Kóði í Payday (2390), RSK lykill (3160), Risna og gjafir til viðskiptamanna, styrkir o.s.frv.

Bifreiðakostnaður skv. RSK 4.03, Kóði í Payday (2410), RSK lykill (3140), Í þennan reit skal færa kostnað vegna fólksbifreiða, sem bæði eru notaðar í eigin þágu og í þágu atvinnurekstrar.

Rekstur fólksbifreiða, Kóði í Payday (2420), RSK lykill (3150), Í þennan reit skal færa allan kostnað vegna fólksbifreiða sem eingöngu eru notaðar í atvinnurekstri

Aðkeyptur akstur og annar flutningskostnaður, Kóði í Payday (2421), RSK lykill (2300/2295/2290), Í þessa reiti skal færa kostnað vegna aðkeypts aksturs og annarra aðkeyptra flutninga, annan en vegna vöru og hráefna til endursölu og sem færður hefur verið sem hluti af innkaupsverði. Hér á meðal er t.d. allur aðkeyptur akstur sendi-, vöru-, hóp- og leigubifreiða og flutningur með flugvélum og skipum

Rekstur flutningatækja, Kóði í Payday (2422), RSK lykill (2280/2277/2270), Í þessa reiti skal færa rekstrarkostnað bifreiða og annarra flutningatækja í rekstrinum, annan en fyrningar og fjármagns - kostnað. Hér getur bæði verið um að ræða kostnað vegna leigðra bíla (frá bílaleigu) og bíla í eigu rekstraraðilans sjálfs, annarra en fólksbifreiða. Um getur verið að ræða t.d. bensín, olíu, tryggingar, viðhald, skatta o.s.frv

Ýmis annar kostnaður, Kóði í Payday (2440), RSK lykill (2530/2525/2510), Undir þessa reiti fellur allur annar kostnaður sem ekki er gert ráð fyrir að færist í aðra reiti. Hér gæti verið um að ræða ýmsan kostnað, t.d. Gjafir, kostnaður við stofnun fyrirtækis einkaleyfi oþh



Excel skjalið má nálgast hér (listinn er ekki tæmandi).

English version available here.


Athugið

Þessi listi miðast við lögaðila en ekki einstaklinga í rekstri.