Payday heldur utan um allt sem viðkemur launagreiðslum og reikningum notenda sinna á einum og sama stað. Notendur þjónustunnar geta fylgst með innheimtu reikninga, inneign, greiðslu opinberra gjalda og lífeyrissjóðsgreiðslum. Notendum Payday gefst kostur á fimm leiðum til að nýta sér þjónustu fyrirtækisins.

Þjónustuleiðirnar eru eftirfarandi:

  • Frítt - Þjónustuleið sem gerir notendum kleift að útbúa og senda 2 reikninga í mánuði. Notendur geta einnig séð yfirlit yfir allar hreyfingar viðskiptavina auk tengingar við þjóðskrá
  • Nettur - Þjónustuleið sem gerir notendum kleift að stofna og senda reikninga sem og rafræna reikninga (XML), stofna kröfur í netbanka, fá áminningar í tölvupósti um greiðslu reiknings og þegar reikningur er kominn á gjalddaga, sent út áskriftarreikninga til viðskiptavina sinna með reglubundum hætti, útbúið tilboð og sent á viðskiptavini sína, fylgst með sögu reikninga, haldið utan um skráningu útgjalda, skoðað VSK skýrslur, skoðað með grafískum hætti yfirlit yfir tekjur og gjöld. Notendur geta einnig séð yfirlit yfir allar hreyfingar viðskiptavina auk tengingar við þjóðskrá.
  • Laun - Þjónustuleið sem gerir notendum kleift að greiða út laun fyrir ótakmarkaðan fjölda starfsmanna, sjálfvirk skil á staðgreiðslu og tryggingargjaldi, sjálfvirk skil á skilagreinum til lífeyrissjóða og í endurhæfingarsjóð sem og sjálfvirk skil á félagsgjöldum til stéttarfélaga.
  • Þéttur - Þjónustuleið sem felur í sér sömu þjónustu og þjónustuleiðin Nettur en að auki sjálfvirk VSK skil, útborgun launa og launaútreikningur, sjálfvirk skil á staðgreiðslu og tryggingagjaldi, sjálfvirk skil á skilagreinum til lífeyrissjóða og í endurhæfingarsjóð, sjálfvirk skil á félagsgjöldum til stéttarfélaga , kostur á að flytja eldri reikninga yfir í Payday auk þess að geta fengið yfirlit yfir allar hreyfingar á inneign notenda.
  • Allur pakkinn - Þjónustuleið sem felur í sér sömu þjónustu og þjónustuleiðin Þéttur en að auki fjárhagsbókhald sem inniheldur m.a. dagbók, færslubók, lánardrottna, efnahagsreikning, rekstrarreikning og möguleika á að flytja eldri reikninga yfir í Payday.

Til að notendur Payday geti nýtt sér þjónustuna eru þeir beðnir um að gefa upp netfang, símanúmer, kennitölu notanda sem er einstaklingur og/eða lögaðili, bankareikningsnúmer, númer veflykla frá Skattinum. Þessar upplýsingar eru allar liður í því að Payday geti þjónustað notendur sína og unnt sé að standa skil á öllum þeim gjöldum sem til falla í rekstri og einnig svo notendur þjónustunnar geti greitt sér út laun.

Til að auka þjónustu við viðskiptavini sína og gera notendum kleift að hafa betri yfirsýn yfir reksturinn safnar Payday saman yfirliti yfir útborganir, opinber gjöld og lífeyrisgreiðslur.

Payday uppfyllir kröfur reglugerðar nr. 505/2013 um rafræna reikninga o.fl. hvað varðar reikningakerfi og rafræna reikninga.