Til þess að breyta skilaboðum tölvupósts sem sendur er með reikningi er smellt á blýantinn við hliðina á tölvupóstshakinu við gerð reiknings.

Ef að skilaboðum tölvupósts er breytt á sú breyting einungis við þennan eina reikning.

Einnig er þetta hægt að gera við reikning sem er búið að senda. Smellt er þá á reikninginn og valið "Senda reikning í tölvupósti" undir aðgerðir flipanum. Þar er blýanturinn þar sem hægt er að breyta innihaldi tölvupóstsins.

Einnig er hægt að breyta sniðmáti reikninga fyrir tölvupósta, sjá hér: Sniðmát fyrir tölvupósta