Auka aðhald í rekstrinum með Advise

Með því að tengjast Advise geturðu bætt við aðhaldi í rekstrinum. Advise býður upp á mælaborð þar sem stjórnendur fá myndræna yfirsýn yfir lykiltölur reksturs. Þetta gerir það auðvelt að fylgjast með árangri fyrirtækisins í rauntíma. 

Sjá hér: Advise

Lykilatriði og kostir:

  • Myndræn yfirsýn: Hægt er að sjá lykiltölur og árangur í skýru og myndrænu formi.

  • Auðvelt í notkun: Með einfaldri "drag and drop" virkni geturðu auðveldlega breytt og bætt við gröfum, KPI kortum, og öðru sem þú vilt fylgjast með.

Uppsetning á samþættingu:

Til að hefja notkun á þessari tengingu þarf að setja upp samþættingu innan kerfisins. Þetta gerist með því að fara í:

  • Stillingar > Fyrirtæki > Samþættingar

Með þessari aðgerð geturðu nýtt þér Advise til fulls og fylgst með rekstrargögnum á enn áhrifaríkari hátt.