Laun fyrir einstaklinga undir 16 ára reiknast með öðrum hætti en hjá einstaklingi yfir 16.

Payday fer eftir kennitölu starfsmanns og ef hann er undir 16 ára borgar hann hvorki staðgreiðslu né í lífeyrissjóð.

Ef starfsmaður undir 16 ára fer yfir 180.000kr í laun á árinu greiðir hann 6% staðgreiðslu.

Árið sem einstaklingurinn verður 16 byrjar hann þó að borga fulla staðgreiðslu.

Mánuði eftir 16 ára afmæli borgar einstaklingur í lögbundinn lífeyrissjóð.