Hægt er að lesa inn lista af viðskiptavinum úr Excel undir Sala > Viðskiptavinir > Aðgerðir > Hlaða upp skrá. Til að lesa inn Excel skjal þarf skjalið að vera á ákveðnu formi.
Formið er hægt að nálgast hér
Mikilvægt er að þetta form sé notað og ekki séu gerðar neinar breytingar á því.
Dálkar:
Kennitala: Kennitala viðskiptavinar
Nafn: (Krafist) Nafn viðskiptavinar
Heimilisfang: Heimilisfang viðskiptavinar
Póstnúmer: Póst- eða Zipnúmer viðskiptavinar
Staður: Heiti samkvæmt póstnúmeraskrá
Land: Land sem viðskiptavinur er staðsettur í
Aukaupplýsingar: Aukaupplýsingar sem birtast efst á reikning viðskiptavinar (t.d. SWIFT og IBAN númer)
Tengiliður: Tengiliður viðskiptavinar
Sími: Sími viðskiptavinar
Netfang: Netfang viðskiptavinar
Athugasemd: Upplýsingar einungis sýnilegar notendur kerfisins
Sjálfgefin athugasemd á reikningum: Sjálfgefin athugasemd á nýjum reikningum þegar þeir eru stofnaður. Sýnilegt á reikningi.
Senda rafræna reikninga: Segir til um hvort viðskiptavinur vill reikninga rafrænt (XML)
Mikilvægt er að lesa vel yfir skrána áður en henni er halað upp.