Hægt er að lesa inn vörulista úr Excel undir "Sala > Vörur > Aðgerðir > Hlaða upp skrá" til að stofna nýjar vörur eða uppfæra vörur eftir vörunúmeri í Payday. Til að lesa inn Excel skjal þarf skjalið að vera á ákveðnu formi.
Formið er hægt að nálgast hér
Mikilvægt er að þetta form sé notað og ekki séu gerðar neinar breytingar á því.
Dálkar:
Nafn: (Krafist) Heiti á vöru. Ef vara er ekki með vörunúmer og önnur vara með sama nafni finnst þá er hún uppfærð.
Lýsing: Nánari lýsing á vöru.
Vörunúmer: Einkvæmt númer á vöru innan þíns fyrirtækis. Einnig þekkt sem SKU númer. Ef vara með viðkomandi vörunúmeri er þegar til þá er hún uppfærð.
Magn á lager: Magn af vörunni ef halda á utan um lager.
Ef verið er að skrá nýja vöru þá er skráð birgðahreyfing fyrir upphafsstöðu birgða.
Ef vara með sama vörunúmeri er þegar til þá er skráð birgðahreyfing fyrir mismuninum á því magni sem er nú þegar á lager og magninu í Excel skjalinu. Ef verið er að hækka birgðir er skráð birgðahreyfing fyrir innkaupum á því kostnaðarverði, lykil fyrir kostnaðarverð seldra vara og lykil fyrir birgðir sem eru tilgreind í línunni. Ef verið er að lækka birgðir er fundin elsta birgðahreyfingin fyrir vöruna sem er með magni á lager og kostnaðarverðið á henni notað. Ef engin birgðahreyfing finnst er kostnaðarverðið í Excel skjalinu notað.
Tög: Tög sem er hægt er að nota til þess að aðgreina vöruna enn frekar og einfaldar leit. Ef það eru fleiri en eitt tag, þá er hægt að aðskilja þau með kommu.
Söluverð án VSK.: (Krafist ef söluverð með VSK er ekki uppgefið). Söluverð á vöru án VSK. Ef bæði söluverð með og án VSK eru gefin upp þá er eingöngu tekið mark á þessu gildi.
Söluverð með VSK: (Krafist ef söluverð án VSK er ekki uppgefið). Söluverð á vöru með VSK.
Lykill fyrir sölu: Heiti á bókhaldslykli sem er notaður þegar sala er bókuð. Ekki er stuðst við þennan dálk þegar halað er upp skrá.
Kóði: (Krafist) Kóði á bókhaldslykli sem er notaður þegar sala er bókuð. Stuðst er við þennan dálk þegar halað er upp skrá. Passaðu vel upp á réttur lykill er notaður og hvort þú sért skráður í VSK skyldum rekstri.
Lykill fyrir kostnaðarverð seldra vara: Heiti á bókhaldslykli sem er notaður fyrir kostnaðarverð seldra vara. Ekki er stuðst við þennan dálk þegar halað er upp skrá.
Kóði: Kóði á bókhaldslykli fyrir kostnaðarverð seldra vara. Stuðst er við þennan dálk þegar halað er upp skrá. Passaðu vel upp á réttur lykill er notaður.
Vörunúmer birgja: Vörunúmer hjá þeim sem varan er keypt af.
Kostnaðarverð per einingu (án vsk): Ef kostnaðarverð er tekið fram þá er bókuð færsla á bókhaldslyklana fyrir birgðir og kostnaðarverð seldra vara. Ef annar hvor lykillinn er ekki tekinn fram þá er engin færsla bókuð.
Dags. innkaupa: Dagsetning innkaupa á sniðinu dd.mm.áááá
Lykill fyrir birgðir: Heiti á bókhaldslykli sem er notaður fyrir birgðir. Ekki er stuðst við þennan dálk þegar halað er upp skrá.
Kóði: Kóði á bókhaldslykli fyrir birgðir. Stuðst er við þennan dálk þegar halað er upp skrá. Passaðu vel upp á réttur lykill er notaður.
Í geymslu: Viltu að varan sé skráð í geymslu. Notaðu gildin "Já" eða "Nei". Ef ekkert er valið þá er sjálfgefið gildið "Nei".
Birgðaverðmæti: Heildarbirgðaverðmæti vöru. Ekki er stuðst við þennan dálk þegar halað er upp skrá.
Mikilvægt er að lesa vel yfir skrána áður en henni er halað upp.