Stéttarfélag eða verkalýðsfélag er félagasamtök launþega úr tilteknum starfsstéttum stofnað í þeim tilgangi að halda fram sameiginlegum hagsmunum sem tengjast starfi þeirra. Starf stéttarfélaga snýst þannig að jafnaði um starfstengd málefni eins og laun, starfsöryggi, frítíma, en líka um hluti eins og menntun og starfsheiti þar sem slíkt á við. Stéttarfélög semja um kaup og kjör við atvinnurekendur í kjarasamningum sem þau gera fyrir hönd sinna félaga.
Mismunandi er eftir stéttarfélögum hversu há félagsgjöldin eru, í mörgum tilfellum eru þau föst prósenta af heildarlaunum en þó með ákveðnu þaki sem hámarksupphæð.