Helstu upplýsingar

  • Móttekin viðhengi í tölvupósti birtast sem útgjöld í stöðunni Drög á útgjaldarsíðunni.
  • Þjónustan styður allar skráartegundir.
  • Ef skráin er mynd eða PDF skjal þá notar Payday mynd- og textavinnslu til þess að greina helstu upplýsingar á reikningnum.
  • Ef skráin er ekki mynd eða PDF skjal eða ef mynd- og textavinnslunni tekst ekki að greina neinar upplýsingar þá stofnast tóm útgjöld í stöðunni Drög með skránna sem viðhengi.
  • Eingöngu er hægt að senda tölvupósta frá netföngum notenda fyrirtækisins sem eru skráðir í Payday.  
  • Ein útgjöld eru stofnað fyrir hvert viðhengi. Ef það er sendur tölvupóstur með mörgum viðhengjum þá stofnast ein útgjöld fyrir hvert viðhengi.
  • Hámarksstærð tölvupóstins má ekki vera meiri en 20 MB.


Forkröfur

  • Fyrirtæki skal vera skráð í áskriftarleiðinni Nettur, Þéttur eða Allur Pakkinn hjá Payday.


Netfang

Til þess að senda kvittanir og reikninga inn þá þarf að senda skjölin inn sem viðhengi á netfang sem samanstendur af kennitölu fyrirtækisins og lítur út svona:

<KENNITALA>@kvittun.payday.is

Dæmi:

1234567890@kvittun.payday.is 

ATH. Eingöngu notendur skráðir hjá fyrirtækinu geta sent inn reikninga og kvittanir frá netfanginu tengt Payday aðganginum sínum.

Ef þig vantar frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur á hjalp@payday.is