Búa til nýja vöru
- Til þess að búa til nýja vöru í vörukerfinu þá þarf notandi að vera skráð/ur í Allur pakkinn
- Smellt er á Sala > Vörur og Ný vara
- Þar er sett inn nafn vöru, lýsingu og tag sem getur verið vöruflokkur, stærð, litur o.s.frv.
- Næst er valið einkvæmt vörunúmer (SKU)
- Sett er inn magn á lager sem uppfærist þegar reikningur er stofnaður (það er skilið eftir tómt ef það á ekki við)
- Söluverð er slegið inn í annan hvorn dálkinn, Söluverð án eða með VSK
- Bókhaldslykill er valinn fyrir sölu sem bókast beint í bókhaldið þegar reikningur er stofnaður, t.d. Sala með 24% VSK