Þegar byrjað er á að nota nýtt bókhalds- eða reikningakerfi er ekki nauðsynlegt að byrja á næsta númeri á eftir því sem var keyrt út úr eldra kerfi. Hins vegar er nauðsynlegt að halda númeraseríunni eftir að búið er að gefa út fyrsta reikning í Payday. Hægt er að byrja á öðru númeri en nr. 1. Það þarf að gerast áður en fyrsti reikningur er gefin út. Þetta er stillt undir Stillingar > Fyrirtæki > Reikningar.