Þeim aðilum sem voru í rekstri á síðastliðnu ári ber að skila inn verktakamiðum. Skilafrestur verktakamiða er 20. janúar vegna líðandi árs.
Verktaki telst sá einstaklingur eða lögaðili sem samkvæmt samningi, skriflegum eða munnlegum, tekur að sér að vinna ákveðið verk eða inna af hendi ákveðna þjónustu gegn endurgjaldi. Hér undir fellur einnig aðkeyptur akstur og flutningskostnaður.
Payday tekur saman hreyfingar á alla lánardrottna sem skráðar hafa verið í gegnum Útgjöld. Hægt er að eyða út þeim lánardrottnum sem notandi vill ekki senda inn fyrir en það er samt sem áður óþarfi.
Til að skoða verktakamiðana er farið í Yfirlit > Verktakamiðar.
Í yfirlitinu koma fram allir þeir aðilar sem verslað var af á tímabilinu og fyrir hversu mikið. Allar upphæðir eru með VSK.
Hægt er að endursækja færslur og lesa gögnin yfir í Excel.
Mikilvægt er að lesa vel yfir verktakamiðana. Ef til dæmis sama nafn kemur oftar en einu sinni er gott að leggja saman línurnar og skrifa nýja upphæð og eyða hinum línunum. Línu er eytt með því að velja
Hægt er að sjá hreyfingalista yfir þá reikninga sem mynda samtöluna með því að velja
Ef að notandi hefur ekki keypt neina verktakavinnu þá þarf hann ekki að skila verktakamiðum.
Í sumum tilfellum fylgir kennitala ekki með þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um hana. Ef um innlendan aðila er að ræða þarf að slá kennitöluna inn. Ef um erlendan aðila er að ræða er kennitölureiturinn hafður auður en þá þarf hins vegar að fylla út reitina heimilisfang, borg og land.
Ef það vantar verk á listann. Þá er smellt á Útgjöld > Ný útgjöld og útgjöldin færð. Síðan er aftur farið í Yfirlit > Verktakamiðar og smellt á "Endursækja færslur". Þá kemur það á listann.
Þegar búið er að yfirfara gögnin er smellt á "Senda inn" hnappinn og eru þá gögnin send inn.