Launamiðar:

Þeir aðilar sem eru á launagreiðendaskrá og hafa greitt laun ber að skila inn launamiðum. Skilafrestur launamiða er 20. janúar vegna líðandi árs.

Einstaklingar í rekstri skila ekki launamiðum. 

Þeir aðilar sem greitt hafa laun í Payday fá tölvupóst þar sem notendur eru minntir á að senda launamiða vegna líðandi árs.

Til að skoða launamiðana er smellt á Yfirlit > Launamiðar.

Senda launamiða:

Síðan er viðeigandi ár valið. Gott er að lesa launamiðana yfir og kanna hvort þeir séu ekki allir réttir.

Til þess að senda inn launamiðana er smellt á "Senda launamiða".

 


Leiðrétting launamiða:

Ef launamiðar voru sendir rangir inn og það þarf að senda leðréttingu á þeim þarf að byrja á því að skrá sig inn á þjónustuvef skattsins og eyða út fyrri launamiðum.

Þá er hægt að senda inn leiðréttingu með því að smella á Yfirlit > Launamiðar > Endursenda launamiða.