Launamiðar RSK 2.01

Skrifað af
uppfært 3 mánuðum síðan
Þeir aðilar sem eru á launagreiðendaskrá og hafa greitt laun ber að skila inn launamiðum. Skilafrestur launamiða er 20. janúar vegna líðandi árs.
Til að skoða launamiðana er farið í yfirlit launamiðar.
Síðan er viðeigandi ár valið
Gott er að lesa launamiðana yfir og kanna hvort þeir séu ekki allir réttir.
Þrettánda janúar fá þeir aðilar sem greitt hafa laun í Payday tölvupóst þar sem þeir geta valið að láta Payday senda launamiða vegna líðandi árs. Eins mun á sama tíma koma hnappur á mælaborðið þar sem hægt er að óska eftir því að Payday sendi miðana.
Tuttugasta janúar mun svo Payday send launamiða þeirra aðila sem hafa samþykkt það til Skattsins.