Ef laun eru föst og breytast ekkert milli mánaða er hægt að setja upp sjálfvirkar launakeyrslur.

Hægt er að velja að keyra launakeyrsluna síðasta virka dag mánaðar eða fyrsta virka dag mánaðar vegna síðasta mánaðar.

Til að setja upp sjálfvirka launakeyrslu er farið í Stillingar > Fyrirtæki > Laun og þar er valið undir tímabil hvenær á að keyra launin og hvenær skilagreinar eru sendar

Sjálfgefin laun þurfa að vera stillt á hvern starfsmann undir stillingar->starfsmenn->laun.


Sjálfvirku launakeyrslurnar gerast klukkan 09:50 síðasta virka dag mánaðar eða fyrsta virka dag mánaðar eftir því hvernig þú ert með það stillt.