Samþætting við WooCommerce felst í því að stilla upp Wordpress Plugin (viðbót) sem tengist við Payday API.

Um WooCommerce viðbótina

WooCommerce viðbótin er Wordpress Plugin sem þarf að virkja inn Admin viðmótinu inni í Wordpress. 

Helstu eiginleikar viðbótarinnar:

  • Tengt er saman WooCommerce Payment Methods (Greiðslumátar) við bókhaldslykla (reikningslykla) úr Payday.
  • Þegar pöntun er gerð í WooCommerce þá skráist viðskiptavinur inn í Payday.
  • Þegar pöntun er gerð í WooCommerce þá skráist greiddur reikningur inn í Payday með viðeigandi bókhaldslykli.
  • Valmöguleiki að senda reikning í tölvupósti þegar reikningur er stofnaður.  
  • Viðskiptavinir geta valið um að greiða með kröfuþjónustu Payday, sem felst í því að þegar reikningur er stofnaður þá stofnast krafa í netbanka viðskiptavinar.  


Forkröfur til þess að nota Payday með Wordpress

  • Notandi þarf að vera búinn að setja upp WooCommerce sölukerfið inn í Wordpress
  • Ef notandi kýs að bjóða upp á að notendur geta greitt með kröfuþjónustu þá þarf að vera búið að virkja kröfustofnun undir stillingarsíðu inn á Payday undir Stillingar > Fyrirtæki > Banki
    • Það þarf að sækja um kröfuþjónustu hjá þínum viðskiptabanka


Setja upp viðbótina í WordPress

Til þess að þetta gangi upp þá þarftu að vera búin að setja upp WooCommerce viðbótina fyrirfram. 

1. Halaðu niður viðbótinni

2. Virkjaðu viðbótina  

3. Farðu undir Stillingar > Fyrirtæki > Samþættingar inni í Payday og smelltu á Bæta við

4. Afritaðu ClientID og ClientSecret og smelltu á Staðfesta

 


5. Afritaðu ClientID og ClientSecret yfir á Payday WooCommerce stillingarsíðuna

ATH. Þú þarft að vista breytingarnar áður en þú heldur áfram 
6. Frekari stillingar

Tengdu saman bókhaldlykla við greiðslumátana í WooCommerce.

Og veldu síðan hvenær þú vilt að:

  • Skráist nýr viðskiptavinur í Payday (ef á við)
  • Stofnast reikningur, og merktur sem greiddur 

Veldu síðan hvort þú vilt senda afrit af reikningnum í PDF á viðskiptavini þegar það stofnast reikningur 

Að lokum, ekki gleyma að vista breytingarnar svo þær taki í gildi. 

Núna ætti allt að virka. Leiðbeiningar hér fyrir neðan eiga bara við ef þú átt enn eftir að stilla Íslenskan skatt í WooCommerce, eða ef þú þarft að stofna nýja bókhaldslykla.

Stofna bókhaldslykil í Payday 

Ef t.d. greiðslumátinn þinn í WooCommerce þarf á sér greiðlulykli að halda þá þarftu að stofna nýjan bókhaldslykil inn í Payday. 

Tökum dæmi:
Í versluninni minni býð ég viðskiptavinum mínum að greiða með kreditkorti (Valitor) þegar þeir gera pöntun. Farðu undir Bókhald > Bókhaldslyklar og smelltu á Nýr lykill.

Gefðu bókhaldslyklinum skýrt nafn og lýsingu. Veldu síðan tegundina "Aðrir veltufjármunir (skammtímaeignir)" og RSK lykilinn "Viðskiptakröfur (5130)".

Til þess að stofna bókhaldslykil inni í Payday sem mun birtast í Shopify þarf að haka við Tekur á móti greiðslum.

Smelltu að lokum á Vista. 

ATH. Þegar nýr lykill er stofnaður þá þarf að gera "Refresh values" í Payday viðbótinni til að lykillinn birtist í stillingum.

Stilla WooCommerce  

Þess er ekki krafist, en til þess að sporna við óvæntum kerfisvillum þá mælum við með öllum viðskiptavinum Payday sem eru með WooCommerce verslun á Íslandi að hafa helstu stillingar á sambærilegan hátt. 

Tax Options

Standard rates

Reduced rate rates

Zero rate rates