Samþætting við WooCommerce

Skrifað af
uppfært fyrir 17 dögum
Samþætting við WooCommerce felst í því að stilla upp Wordpress Plugin (viðbót) sem tengist við Payday API.
Um WooCommerce viðbótina
WooCommerce viðbótin er Wordpress Plugin sem þarft að virkja inn Admin viðmótinu inn í Wordpress.
Helstu eiginleikar viðbótarinnar:
- Tengt er saman WooCommerce Payment Gateways (Greiðslumátar) við bókhaldlykla (reikningslykla) úr Payday.
- Þegar pöntun er gerð í Shopify þá skráist viðskiptavinur inn í Payday.
- Þegar pöntun er gerð í Shopify þá skráist greiddur reikningur inn í Payday með viðeigandi bókhaldlykli.
- Valmöguleiki að senda reikning sem email þegar reikningur er stofnaður.
- Viðskiptavinir geta valið um að greiða með kröfuþjónutu Payday, sem felst í því þegar reikningur er stofnaður þá stofnast krafa í heimabanka viðskiptavinar.
Setja upp viðbótina í WordPress
Til þess að þetta gangi upp, þarftu að vera búin að setja upp WooCommerce viðbótina fyrirfram.
1. Halaðu niður viðbótina
2. Virktu viðbótina
3. Farðu undir API stillingar í Payday
4. Afritaðu ClientID og ClientSecret yfir á Payday WooCommerce stillingarsíðuna
ATH. Þú þarft að vista breytingarnar áður en þú heldur áfram |
5. Frekari stillingar
Tengdu saman bókhaldlykla við greiðslumátana í WooCommerce.
Og veldu síðan hvenær þú vilt að það:
- skráist nýr viðskiptavinur í Payday (ef á við)
- stofnast reikningur, og merktur sem greiddur
Veldu síðan hvort þú vilt senda afrit af reikningnum í PDF á viðskiptavini þegar það stofnast reikningur
Að lokum, ekki gleyma að vista breytingarnar svo þær taki í gildi.
Núna ætti allt að virka. Leiðbeiningar hér fyrir neðan á bara við ef þú átt enn eftir að stilla Íslenskan skatt í WooCommerce, eða hvort þú þarft að stofna nýja bókhaldslykla. |
Stofna bókhaldslykil í Payday
Ef t.d. greiðlsumátinn þinn í WooCommerce þarf á sér greiðlulykli að halda þá þarftu að stofna nýja bókhaldslykil inn í Payday.
Tökum dæmi:
Í versluninni minni býð ég notendum mínum að greiða með reiðufé þegar þeir taka við pöntununum sínum.
Til þess að stofna bókhaldlykil inn í Payday sem mun birtast í WooCommerce þarf að haka við Nota fyrir greiðslur.
Stilla WooCommerce
Þess er ekki krafist, en til þess að sporna við óvæntum kerfisvillum þá mælum við með öllum viðskiptavinum Payday sem eru með WooCommerce verslun á Íslandi að hafa helstu stillingar á sambærilegan hátt.