Þegar laun eru reiknuð þarf að velja launalið þ.e. tegund launa, dagvinna, næturvinna, mánaðarlaun o.s.frv.

Búið er að setja upp algengustu launaliði svo sem mánaðarlaun, dagvinnu, eftirvinnu og yfirvinnu ásamt fleirum.

Hægt er að búa til nýjan launalið undir Stillingar > Fyrirtæki > Laun. Þetta á til dæmis við um starfsmenn sem eru orðnir 70 ára og greiða því ekki í lífeyrissjóð.

Við uppsetningu á launalið er valið hvernig kerfið meðhöndlar launaútreikninga.

Hér er dæmi um launalið þar sem ekki er greitt í lífeyrissjóð.