Til þess að fá upp yfirlit yfir viðskiptavini er smellt á Sala > Viðskiptavinir.

Hér er hægt að sjá lista yfir alla viðskiptavini sem stofnaðir hafa verið í kerfinu ásamt grunnupplýsingum um þá.

Ef smellt er á viðskiptavin kemur upp yfirlit reikninga og allir reikningar sem hafa verið gefnir út á þennan tiltekna viðskiptavin.

Nýr viðskiptavinur er stofnaður með því að velja "Nýr viðskiptavinur" uppi í hægra horninu. Þar er valið hvort um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Þegar nafn eða kennitala hefur verið slegið inn sækir kerfið frekari upplýsingar í þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá.

Ef um erlenda aðila er að ræða sem ekki hafa íslenska kennitölu er valið annað.


Hægt er að eyða viðskiptavin með því að smella á ruslatunnuna til hægri (ekki er hægt að eyða viðskiptavin sem er búið að gefa út reikning á)