Núllskýrslur

Avatar

Skrifað af Stefan Gudmundsson

uppfært um 2 mánuðum síðan

Ef engar launakeyrslur hafa verið gerðar á tímabilinu býður kerfið upp á að skila inn rafrænum núllskýrslum fyrir laun að því gefnu að launakeyrsla hafi einhvern tímann verið gerð í kerfinu. Notandi þarf því ekki lengur að sjá um að skila inn eyðublaði (5.12) til RSK. 

Núllskýrslur sendast ekki inn sjálfkrafa heldur þarf notandi að gefa samþykki fyrir því í hvert sinn og fær sendan tölvupóst því til áminningar. Tilkynning um þetta kemur einnig fram á mælaborðinu. Þessu þarf að ganga frá fyrir 13. hvers mánaðar áður en skýrslur eru sendar á Skattinn. Svaraði þetta spurningunni þinni?