Þú byrjar að smella á Sala > Tilboð > Nýtt tilboð.

Næst setur þú upp tilboðið á svipaðan hátt og þú setur upp reikning og sendir á viðskiptavininn. Viðskiptavinurinn fær þá tölvupóst með tilboðinu í PDF skjali þar sem hann getur svo samþykkt eða hafnað tilboðinu með því að smella á viðeigandi takka inni í tölvupóstinum. Þú getur líka handvirkt samþykkt tilboðið sjálf/ur ef það á við með því að opna tilboðið inni í Payday og velja Aðgerðir > Samþykkja/hafna tilboði. 

Ef tilboðið hefur verið samþykkt getur þú svo með einföldum hætti gert reikning út frá tilboðinu með því að opna tilboðið og velja "Búa til reikning" undir Aðgerðir.

IMAGE