Kerfið sækir sjálfkrafa frá skattinum hver tíðni VSK skila er.

Ef breytingar eru á tíðni VSK skila þarf oft að senda handvirkt fyrst svo breyting geti átt sér stað.

Hægt er að taka út ársskýrslu vsk til að sjá allar upphæðir undir yfirlit->virðisaukaskattur->aðgerðir->ársskýrsla.

Breyting frá ársskilum yfir í tveggja mánaða skil:

Þegar breyta á úr árskilum yfir í tveggja mánaðaskil þarf velta án vsk að fara yfir 4.000.000 kr á ársgrundvelli.

Þá þarf að skila handvirkt það sem komið er á árinu hjá RSK.is og eftir það er tíðni VSK skila breytt í Payday.

Dæmi: 

Fyrirtæki er í ársskilum en fer yfir 4 milljónir í maí. Þá þarf að senda handvirkt frá jan-apríl þann 5.júní. 

Eftir að því er skilað breytist fyrirtækið sjálfkrafa í tveggja mánaðaskil.


Færa stöður á inn- og útskattslyklum yfir á uppgjörsreikning VSK í dagbók:

Þegar vsk skýrsla er send handvirkt hjá RSK.is þarf að núlla stöður á inn- og útskattslyklum og mismunur færður á uppgjörsreikning VSK.

Sjá meira hér