Helstu upplýsingar

  • Mótteknir reikningar birtast sem útgjöld í stöðunni Drög á útgjaldarsíðunni.
  • Payday sækir rafræna reikninga á 10 mínútna fresti og uppfærir útgjaldarsíðuna.
  • Payday styður við Unimaze til þess að taka á móti rafrænum reikningum.
  • Gjald er tekið samkvæmt gjaldskrá.
ATH. Það getur tekið fram á næsta virka dag fyrir móttöku rafrænna reikninga að verða virkt í skeytamiðlara.

Forkröfur til þess að taka á móti rafrænum reikningum.

  • Fyrirtæki skal vera skráð í áskriftarleiðinna Allur pakkinn hjá Payday.
  • Fyrirtæki sem nú þegar taka á móti rafrænum reikningum úr öðru kerfi sem tengist Unimaze fá villuskilaboð ef ekki tekst að virkja þjónustuna. Það þarf að hafa samband við fyrra kerfi að biðja þá að eyða núverandi tengingu við Unimaze.

Uppsetning

Farðu inn á stillingarsíðuna undir Stillingar > Fyrirtæki > Reikningar og hakaðu við Taka á móti rafrænum reikningum og smelltu á Vista hnappinn.

Nálgast móttekna rafræna reikninga

Farðu inn á útgjaldarsíðuna, þar ættir þú sjá rafræna reikninga birtast sem útgjöld í stöðunni drög með sérstöku umslagamerki sem gefur tilkynna að þetta ákveðna útgjald var móttekið sem rafrænt skjal.

Til viðbótar getur þú smellt á útgjaldarfærsluna og opnað yfirlitið á henni. Útgjöld sem koma inn sem rafrænt skeyti eru merkt með Mótekið rafrænt merkingu. 

Að lokum getur þú nálgast PDF af frumganginu af reikningnum sem var sent með því að fara í Aðgerðir og smellt á Sækja frumgagn (PDF).
Nú ættir þú að geta fært inn þennan móttekna reikning sem útgjald á einfaldan hátt.

Hægt er að fá tilkynningu í tölvupósti þegar notandi móttekur rafrænan reikning. Þetta er stillt undir stillingar->fyrirtæki->reikningar->fá tilkynningu þegar rafrænn reikningur er móttekin.

Ef þig vantar frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur á hjalp@payday.is