Færa kreditkortareikninga VISA

Avatar

Skrifað af Larus Orri Stefansson

uppfært 3 mánuðum síðan

Þægilegast er að færa gjöld sem greidd eru með kreditkorti í gegnum útgjaldasíðuna og þar er valið "sækja gögn úr banka"

Byrjað er á að fara í netbanka og hlaða niður excel skjali yfir þær færslur sem færa á.

Þegar því er lokið er farið í " sækja gögn úr banka"  hakað í úr hvaða banka skráin kemur hvort um sé að ræða bankareikning eða kreditkort ásamt velja þar greiðslumáta sem er kreditkort í þessu tilfelli.  Skráin sem búið var að sækja er valin og að lokum er valið  "Hefja gagnavinnslu" 

 

Svaraði þetta spurningunni þinni?