Þægilegast er að færa gjöld sem greidd eru með kreditkorti í gegnum útgjaldasíðuna og þar er valið "Sækja gögn úr banka".

Byrjað er á að fara í netbanka og hlaða niður Excel skjali yfir þær færslur sem á að færa.

Þegar því er lokið er farið í "Sækja gögn úr banka" og valið úr hvaða banka skráin kemur. Velja þarf hvort um sé að ræða bankareikning eða kreditkort ásamt því að velja þar greiðslumáta sem er kreditkort í þessu tilfelli. Skráin sem búið var að sækja er valin og að lokum er valið "Hefja gagnavinnslu".

Þá kemur upp listinn með öllum færslunum og hægt er að taka út færslur ef þess þarf.

Hér er hægt að velja bókhaldslykil, vsk prósentu og hvort nýta megi innskattinn

Þegar það er búið að fara yfir listann þá er smellt á "Færa inn gögn" og þá bókast útgjöldin.