Eftirágreiddir skattar

Avatar

Skrifað af Bjorn Hr Bjornsson

uppfært 3 mánuðum síðan

Launagreiðendum ber að standa skil á opinberum gjöldum utan staðgreiðslu (þing- og sveitarsjóðsgjöldum) hjá launþegum sínum.

Byrja þarf á því að sækja um aðgang að rafrænum skilum hjá Fjársýslu ríkisins. Launagreiðendur senda upplýsingar um fyrirtækið til Fjársýslu ríkisins sem skráir upplýsingar inn í Tekjubókhaldskerfi ríkisins. Skrá er þá send út 20. eða 24. hvers mánaðar og er á TXT formi.

Nánari upplýsingar má finna inná vef Skattsins.


Þessari skrá er svo hlaðið upp inn í launakeyrslu í Payday (Aðgerðir -> Hlaða upp skrá)

Þegar launakeyrsla hefur verið keyrð í gegn þá er hægt að sækja skrá fyrir skilagrein (Aðgerðir -> Sækja skrá). Senda þarf svo þessa skrá á netfangið tbrkrafa@runuvinnsla.is og millifæra svo upphæð skilagreinar inn á reikning Skattsins.


Svaraði þetta spurningunni þinni?